EBU megi fara til fjandans

Írska „kynsegin nornin“ Bambie Thug lenti í 6. sæti í …
Írska „kynsegin nornin“ Bambie Thug lenti í 6. sæti í keppninni í gær. AFP

Írski Eurovision-keppandinn Bambie Thug, sem lenti í 6. sæti í keppninni í gær, gefur skipuleggjendum keppninnar langt nef og segir að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) megi fara til fjandans.

Telegraph greinir frá. Bambie hefur gert at­huga­semd við þátt­töku Ísra­els í keppninni og reyndi einnig að koma duldum skilaboðum inn í atriðið sitt til að sýna samstöðu með Palestínumönnum.

Hán lenti líka uppi á kant við ísraelsku sjónvarpsstöðina Kan, sagði að sjónvarpsstöðin hefði brotið reglur keppninnar og sendi hán inn kvartanir til EBU fyrir vikið.

Írska nornin Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, söng Doomsday …
Írska nornin Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, söng Doomsday blue fyrir Írland. AFP/Tobias Schwarz

Má ég tjá mig núna?

„Fyrst ég er frjáls núna, þá má ég tala um allt, ekki satt?“ spurði Bambie þegar hán ræddi við fjölmiðla eftir úrslitakvöld Eurovision í gær.

Írar lentu í 6 sæti í keppninni í gær, einu sæti fyrir neðan Ísrael. Aftur á móti fagnar hán einnig sigri hins svissneska Nemo, sem varð í gær fyrsta kvárið til að vinna Eurovision.

„Ég er svo stolt af okkur sem erum í efstu tíu sætunum, sem höfum verið að berjast fyrir þessu kjaftæði á bak við tjöldin. Því að þetta hefur verið svo erfitt,“ sagði hán og bætti við:

„Við erum það sem Eurovision er. EBU er ekki það sem Eurovision er. EBU má fara til fjandans. Mér er orðið sama. Skítt með þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir