Fjölskylda Censori óttast um velferð hennar

Kanye West og Bianca hafa verið saman frá árinu 2022.
Kanye West og Bianca hafa verið saman frá árinu 2022. Skjáskot/Instagram

Ástvinir Biöncu Censori, „eig­in­konu“ rapparans Kanye West, eru áhyggjufullir og sorgmæddir yfir áformum rapparans sem tilkynnti nýverið um stofnun framleiðslufyrirtækisins Yeezy Porn.

Eins og nafnið gefur til kynna mun fyrirtækið einblína á framleiðslu klámmynda.

Fjölskylda Censori er sögð óttast um velferð hennar og telur hana í hættu á að leiðast út í vændi en Censori, lærður arkitekt, er sögð hlýða „eig­inmanni“ sínum í einu og öllu.

Foreldrar Censori segja að West hafi heilaþvegið dóttur sína. 

West er sagður vera kominn í samstarf með Michael Mosny, betur þekktur sem Mike Moz. Mosny er mikill reynslubolti úr klámheiminum og vann meðal annars með Stormy Daniels, klámmyndastjörnu og fyrrum hjásvæfu Donald Trump. 

Rapparinn hef­ur ratað mikið í fjöl­miðla síðustu ár, fyrst fyr­ir ógn­andi skila­boð til fyrr­ver­andi eiginkonu sinnar, Kim Kar­dashi­an, en síðar fyr­ir and­gyðinga­leg um­mæli hans, fatnað með áletr­un­inni Hvít líf skipta máli (e. White Li­ves Matter) og fyr­ir að sýna sam­starfs­fólki sínu klám, svo eitt­hvað sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir