„Firðirnir verða áfram jafn fallegir“

Frá síðasta fundi sveitastjórnar Tálknafjarðarhrepps.
Frá síðasta fundi sveitastjórnar Tálknafjarðarhrepps. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Sveitastjórn Tálknafjarðarhrepps fundaði í síðasta sinn í dag, alla vega í bili, þar sem sveitarfélagið sameinast nú Vesturbyggð.

Íbúar á Tálknafirði samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að sameinast Vesturbyggð í atkvæðagreiðslu á dögunum. Áður höfðu íbúarnir hins vegar fellt slíka tillögu og höfnuðu því jafnframt að sameinast Patreksfirði og Bíldudal í kosningunum um sameiningu sveitarfélaga árið 1994. 

Sérstök stund

„Þetta er sérstök stund þar sem Tálknafjarðarhreppur er að öllum líkindum meðal fyrstu sveitarfélagana á Íslandi. Það er því sérstakt að taka þátt í að loka slíkri einingu en ég tel þetta vera heillaspor fyrir samfélagið. Suðurfirðirnir á Vestjörðum fara sameinaðir inn í framtíðina.“ segir Ólafur Þór Ólafsson sveitastjóri á Tálknafirði. 

Ólafur sækist ekki eftir því að stýra nýja sveitarfélaginu ekki frekar en Þórdís Sif Sigurðardóttir í Vesturbyggð. Hvað tekur við hjá Ólafi? 

„Ég veit það ekki á þessari stundu. Fjölskylduaðstæður ráða því að ég verð ekki áfram á svæðinu. Ég kem af Suðurnesjunum og flyt þangað aftur eftir fjögur ár á Tálknafirði. Hér eru breytingar að eiga sér stað en firðirnir verða áfram jafn fallegir og fólkið jafn gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert