Mótmælt á Keflavíkurflugvelli

Um 15 manns mættu til mótmæla á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Samtökin No Borders boðuðu til mótmælanna vegna brottvísunar þriggja nígerska kvenna, Blessing, Mary og Esther. 

Konurnar þrjár hafa undanfarna daga verið í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en vísa átti þeim úr landi í kvöld, á milli kl. 23 og 01, að því er fram kom í tilkynningu frá No Borders. 

Kon­urn­ar þrjár hafa dvalið á Íslandi í nokk­ur ár. Konurnar hafa allar lýst því að þær séu þolendur mansals. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing, af heilsufarsástæðum.

Konurnar fengu endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd fyrir um ári síðan. Við það misstu þær rétt á þjónustu og búsetu.

Í Leifsstöð í kvöld.
Í Leifsstöð í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert