Dregið úr skjálftavirkni

Dregið hefur úr skjálftavirkni undir Svartsengi, en landris heldur áfram.
Dregið hefur úr skjálftavirkni undir Svartsengi, en landris heldur áfram. mbl.is/Arnþór

Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í kvikuganginum undir Svartsengi síðasta sólarhringinn. Staðan er þó enn með svipuðu móti og áður og landris heldur áfram. 

„Þetta hefur verið mjög svipað, en það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir skjálfta frá klukkan átta í gærmorgun til átta í dag hafa verið um fjörtíu, en sama tímabil sólarhringinum áður voru þeir um níutíu. 

Sigríður bendir þó á að staðan er breytileg og skjálftavirkni gæti tekið sig upp aftur með deginum og landris heldur áfram. 

„Við erum auðvitað bara með augun á þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert