Áslaug og Bjarkey smökkuðu vistkjöt

Ráðherrarnir fengu að smakka vistkjöt búið til úr frumum úr …
Ráðherrarnir fengu að smakka vistkjöt búið til úr frumum úr Angus nautakjöti í vikunni. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni af Iceland Innovation Week buðu ORF Líftækni og enska vistkjötsfyrirtækið Ivy Farm upp á smökkun á vistkjöti og pallborðsumræður á fimmtudaginn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sóttu viðburðinn og fengu að smakka kjötbollur úr kjöti sem framleitt er úr frumum Angus nautakjöts.

Matreiðslumaðurinn Ólafur Örn Ólafsson, frá veitingastaðnum Brút, sá um að elda kjötið.

Ólafur Örn Ólafsson, frá veitingastaðnum Brút, sá um að elda …
Ólafur Örn Ólafsson, frá veitingastaðnum Brút, sá um að elda kjötið. Ljósmynd/Aðsend

Finna fyrir stuðning frá stjórnvöldum

Í tilkynningu segir að ORF Líftækni aðstoði fyrirtæki í vistkjötsframleiðslu við að lækka framleiðslukostnað með því að þróa leið á framleiðslu vaxtarþátta dýra í byggi.

„Það er gaman að geta gefið Íslendingum kost á að vera með þeim allra fyrstu til að smakka þessa matarnýjung framtíðarinnar og upplifa að vistkjöt mun ekki bara verða sjálfbærar valkostur í fæðuframboði á næstu árum heldur einnig ljúffengur valkostur

Áhrif vistkjöts á íslenskan matvælamarkað gætu verið mögnuð. En það skiptir máli að lög og reglugerðir um matvæli fylgi tækniþróun svo að umhverfisvæn nýsköpun nái að vaxa. Sem betur fer finnum við ríkan vilja hjá stjórnvöldum að styðja við þá þróun,“ er haft eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, forstjóra ORF Líftækni, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert