Myndir: Veitingastaðurinn Mýrin Brasserie opnaður

Veitingastaðurinn Mýrin var opnaður á dögunum.
Veitingastaðurinn Mýrin var opnaður á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Mýrin Brasserie á Center Hotel Grandi var opnaður á dögunum.

Mýrin er franskt brasserie þar sem boðið er upp á klassíska rétti eins og bouef bourguirgnon, snigla í hvítlauk, franska lauksúpu, lax með Hollandaise-sósu og grænum aspas, nautasteik og rauðsprettu.

Arnar Már Jónsson og Guðmundur Hilmar Tómassons komu að hönnun veitingastaðarins en þeir hafa báðir búið í Paris og þekkja til brasserie-hugmyndafræðinnar.

Yfirkokkur á Mýrin Brasserie er Mateusz Rydzynski en hann hefur meðal annars starfað sem aðstoðaryfirkokkur á Moss veitingastaðnum í Bláa Lóninu ásamt því að hafa unnið í gegnum tíðina á mörgum af betri veitingastöðum Evrópu.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert