Breiðablik áfram eftir sjö marka sturlun

Breiðablik er komið í átta liða úrslit.
Breiðablik er komið í átta liða úrslit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni, 4:3, í sjö marka leik í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. 

Breiðablik er þar með komið í átta liða úrslitin. 

Birta Georgsdóttir kom Breiðabliki yfir á fyrstu mínútu leiksins og fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir tvöfaldaði forystu Blikaliðsins á 22. mínútu. 

Caitlin Cosme minnkaði muninn þremur mínútum síðar, 2:1. 

Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki aftur tveimur mörkum yfir, 3:1, á 55. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir jafnaði metin stuttu seinna. 

Esther Rós Arnarsdóttir jafnaði metin undir lok leiks og knúði fram framlengingu, 3:3. 

Í framlengingunni fékk Breiðablik mjög umdeilda vítaspyrnu á 100. mínútu. Á punktinn steig Agla María og skoraði, 4:3. Agla María fékk síðan sitt annað gula spjald og rautt á 115. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert