Liverpool sló met í gær

Curtis Jones, Darwin Núnez og Alexis Mac Allister fagna glæsimarki …
Curtis Jones, Darwin Núnez og Alexis Mac Allister fagna glæsimarki þess síðastnefnda í gærkvöldi. AFP/Paul Ellis

Karlalið Liverpool í knattspyrnu sló met í gærkvöldi er toppliðið lagði botnlið Sheffield United að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir að Liverpool hafi þurft að hafa mikið fyrir sigrinum var liðið með boltann stærstan hluta leiksins.

Liverpool var með boltann 83,1 prósent leiksins, sem er nýtt met frá því að tölfræðifyrirtækið Opta hóf að taka saman tölfræði yfir hversu mikið lið eru með boltann í úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert