Fernandes til liðs við Ronaldo?

Bruno Fernandes er í lykilhlutverki hjá Manchester United.
Bruno Fernandes er í lykilhlutverki hjá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Nassr vill fá Bruno Fernandes, miðjumann Manchester United, í sínar raðir.

ESPN skýrir frá þessu í dag en gangi þetta eftir yrðu Fernandes og landi hans Cristiano Ronaldo samherjar á nýjan leik.

Fernandes er samningsbundinn Manchester United til ársins 2026 en hann kom til félagsins frá Sporting í Portúgal árið 2020.

Áður hafði Manchester Evening News sagt að Bayern München og Inter Mílanó hefðu hug á að kaupa Fernandes af enska félaginu. The Athletic segir hins vegar að Portúgalinn vilji vera um kyrrt á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert