Gleymdu að segja konunum frá

Manchester United er bikarmeistari kvenna 2024 og getur sigrað líka …
Manchester United er bikarmeistari kvenna 2024 og getur sigrað líka í karlaflokki. AFP/Adrian Dennis

Þegar ákveðið var að aflýsa hefðbundnu lokahófi keppnistímabilsins hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United gleymdist að segja kvennaliði félagsins frá þeirri ákvörðun.

Í hófinu, sem er fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins, eru jafnan bestu leikmennirnir og þeir efnilegustu heiðraðir og þangað mæta leikmenn beggja liðanna ásamt yngri leikmönnum, þjálfurum, starfsfólki, fulltrúum stuðningsfólks og styrktaraðilar.

Vefmiðillinn The Athletic skýrði frá þessari ákvörðun, og segir nú frá því í dag að leikmenn kvennaliðsins hefðu ekki haft hugmynd um að búið væri að aflýsa hófinu sem halda átti mánudagskvöldið 20. maí. Þeir hefðu lesið það á The Athletic.

Ástæðan fyrir þessari ákvörðun félagsins var sú að ekki þótti rétt að trufla undirbúning karlaliðsins fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar gegn Manchester City sem fer fram 25. maí. Kvennaliðið varð bikarmeistari í fyrsta skipti á dögunum en United vann þá Tottenham, 4:0, frammi fyrir 76 þúsund áhorfendum á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert