Jóhann Berg á förum frá Burnley

Johann Berg Gudmundsson.
Johann Berg Gudmundsson. AFP/Darren Staples

Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur enska knattspyrnufélagið Burnley eftir tímabilið þegar samningur hans rennur út.

Burnley tilkynnti í dag að Jóhann og liðsfélagi hans, Jack Cork væru á förum í sumar en Jóhann hefur verið þar í átta ár.

Hann mun spila síðasta leik sinn með liðinu gegn Nottingham Forest á Turf Moor á morgun.

Jóhann Berg er 33 ára gamall hefur spilað 226 leiki með Burnley í efstu og næst efstu deild á Englandi. Hann kom þaðan frá Charlton sumarið 2016 og hefur skorað 14 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert