City fór fram úr fjórum félögum

Leikmenn Manchester City með bikarinn eftir leikinn við West Ham …
Leikmenn Manchester City með bikarinn eftir leikinn við West Ham í gær. AFP/Oli Scarff

Manchester City vann það afrek í gær að verða fyrsta félagið í sögu enska fótboltans til að verða Englandsmeistari karla fjögur ár í röð. 

Huddersfield Town varð fyrsta félagið til að verða enskur meistari þrjú ár í röð en í ár eru einmitt 100 ár frá fyrsta titli Huddersfield.

Arsenal, Liverpool og Manchester United hafa eftir það náð að vinna þrisvar í röð en svona lítur nú sá listi út:

1924-1926 Huddersfield
1933-1935 Arsenal
1982-1984 Liverpool
1999-2001 Manchester United
2007-2009 Manchester United
2021-2024 Manchester City

Þá er Manchester City fjórða félagið sem vinnur titilinn tíu sinnum eða oftar. Manchester United hefur orðið enskur meistari 20 sinnum, Liverpool 19 sinnum, Arsenal 13 sinnum og Manchester City fór nú fram úr Everton og vann sinn tíunda meistaratitil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert