Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan. Ragnhildur sem oftast er kölluð Ragga nagli eða Naglinn er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur, pistlahöfundur og fyrirlesari. Hún hefur gríðarlegan áhuga á því að miðla heilbrigðum lífsstíll og jákvæðri hugsun til allra sinna fylgjenda. Hún skrifar reglulega pistla á miðla sína og er með eindæmum skemmtilegur penni og stútfull af fróðleik. Hún er einnig með hlaðvarpið Heilsuvarpið þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar sem við kemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu.Hún leggur nú aðaláherslu á sálfræðimeðferðir og fjarþjálfun þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Spurðu þig hvað getur þú gert til þess að auðvelda þér heilsuhegðunina í framtíðinni? Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag?Áhugasamir geta fylgt Röggu nagla á Instagram Sendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

#44. Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag? Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga nagli)Hlustað

02. maí 2024