Með lífið í lúkunum

Með lífið í lúkunum

Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira. Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefnilega oftast þannig að ef við erum í ójafnvægi á einu ,,sviði” smitar það yfir á annað og okkur líður ekki nóg vel andlega og líkamlega. Það er t.d. þekkt af ef þú ert í sambandi sem gengur á afturfótunum eða óánægð/ur í vinnunni er líklegra að þú huggir þig með óhollum mat. Með því að vinna í þeim þáttum sem eru raunverulega að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar finnum við smám saman jafnvægi á öllum vígstöðvum.Þó svo að frumnæringin sé mikilvægust þá er að sjálfsögðu líka mikilvægt að velja góða næringu á diskinn. Hér eru nokkrir punktar sem geta auðveldað þér að borða betur. Farið er yfir hvern og einn í Heilsumolanum (hlaðvarpsþættinum). Borðum til að nærast velVeljum fjölbreutta fæðuM&M- meira grænmeti og minni sykurBorðum mat- ekki matarlíkiVeljum hreina fæðu sem oftastSkoðum innihaldslýsingar90/10 reglan (eða 80/20)Forðumst öfgaEngin boð og bönnDrekkum vatnSendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?

Heilsumoli. 10 ráð til að nærast betur.Hlustað

27. apr 2024