Ísland á lista yfir rómantískustu áfangastaði í heimi

Magnaðir áfangastaðir.
Magnaðir áfangastaðir. Samsett mynd

Valentínusardagur nálgast óðfluga, dagur helgaður ástinni. 14. febrúar ár hvert er Valentínusardagurinn haldinn hátíðlegur víðs vegar um allan heim en hvað á fólk að gera af sér á degi Valentínusar, þessum rómantískasta degi ársins?

Mörgum pörum finnst upplagt að halda af stað í rómantískt ferðalag til að njóta samneytis, en fátt jafnast á við ferðalag með betri helmingnum. 

Ferðavefurinn Condé Nast Traveller tók nýverið saman lista yfir rómantískustu áfangastaði í heimi í þeirri von um að hjálpa elskendum að finna hinn kjörna áfangastað. Ísland komst á lista.

Amalfi-ströndin, Ítalía

Amalfi er eitt af þessum svæðum sem þú hreinlega getur ekki annað en hrifist af, en svæðið er eins og listaverk. Bæjarþorpið er einstaklega sjarmerandi og býr yfir gamaldags þokka.

Svæðið er þekkt fyrir einstakan og litríkan arkitektúr, líflegt götulíf, ljúffengan mat, fallega stemningu og ómótstæðileg útsýni. Fullkomið til að fagna ástinni. 

Amalfi-ströndin er einstök.
Amalfi-ströndin er einstök. Ljósmynd/Jordan Steranka

Maldíveyjar

Eyríkið í Indlandshafi er einstaklega rómantískur staður og hefur lengi verið vinsæll áfangastaður fyrir pör. Litadýrðin á Maldíveyjum er engu öðru lík en fegurð eyjanna er hreint út sagt ólýsanleg. 

Eyjurnar eru sannkallaður skemmtigarður fyrir fullorðna þar sem ævintýrin bíða. 

Himnaríki á jörðu.
Himnaríki á jörðu. Ljósmynd/Moosa Haleem

Santorini, Grikkland

Santor­ini er frá­bær eyja fyr­ir þá sem vilja verja róm­an­tísk­um stund­um með ást­inni sinni. Eyj­an ein­kenn­ist af sögulegum arki­tekt­úr, einstöku lands­lagi og töfr­andi sól­setri sem saman gera rómantískar stundir, rómantískari.

Það er mikil fegurð á Santorini.
Það er mikil fegurð á Santorini. Ljósmynd/Tânia Mousinho

París, Frakkland

Það er fátt rómantískara en að ganga um götur Parísar, sem er þekkt sem borg ástarinnar. Í þessari sögufrægu borg er margt að sjá, enda borg sem er stútfull af lifandi menningu, fallegum kennileitum og dásamlegri matarsenu. 

Það verður ekki mikið rómantískara en kvöldganga í París.
Það verður ekki mikið rómantískara en kvöldganga í París. Ljósmynd/Léonard Cotte

Marrakech, Marokkó

Flest okkur hafa hugsað það sama síðastliðna daga, flýja kuldann, óveðrið og skammdegið. Íslendingar hafa flúið unnvörpum í sólina og flest til Tenerife. 

Ef þig langar að stinga af með ástinni þinni í sólríkt og ævintýralegt ástarfrí þá er Marrakech áfangastaður til að skoða. Borgin býr yfir mikilli fegurð, bragðmiklum mat og fjölbreyttri afþreyingu. 

Dekur og dásemdir bíða í Marrakech.
Dekur og dásemdir bíða í Marrakech. Ljósmynd/Alex Azabache

Tulum, Mexíkó

Gulln­ar strend­ur Mexí­kó hafa lengi heillað ástfangin pör sem vilja sleikja sólina. Tulum, ekki þekktasti áfangastaður í Mexíkó, er alltaf að verða vinsælli og vinsælli, en borgin býr yfir mikilli fegurð, litadýrð, himneskum ströndum, dásamlegri tónlistarsenu og dýrlegri matarmenningu.

Þangað eltir mann ekkert stress.
Þangað eltir mann ekkert stress. Ljósmynd/Roberto Nickson

Ísland

Það er yndislegt að gerast ferðamaður á heimaslóðum, skoða landið sitt. Ísland býður upp á rómantík og ævintýri, en skammdegið kallar á notaleg kvöld uppi í sófa með rauðvínsglas eða kúr fyrir framan arininn á köldu vetrarkvöldi.

Landið okkar er sneisafullt af mögnuðum náttúruperlum og rómantískur göngutúr í snævi þakinni borg eða fjallshlíð er yndisleg leið til að verja Valentínusardegi.

Náttúrufegurðin leynist á hverju horni.
Náttúrufegurðin leynist á hverju horni. Ljósmynd/Khamkéo Vilaysing
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert