Heimsins versta móðir

Er Lenore Skenazy versta eða kannski besta mamma í heimi? …
Er Lenore Skenazy versta eða kannski besta mamma í heimi? Faldi hún níu ára of mikla ábyrgð eða var hún e.t.v. frekar að efla barnið sitt? mbl.is/thinkstockphotos

Móðir níu ára drengs í Bandaríkjunum var talin vera sú versta eftir að hafa leyft syni sínum að fara einsömlum heim með neðanjarðarlestinni í New York borg. Lenore Skenazy gaf syni sínum lestarmiða, kort af borginni og pening, skyldi eitthvað koma upp á. Síðan kvaddi hún hann og gekk sína leið.

Sonurinn hafði vikum saman beðið móður sína um að leyfa sér að rata heim á eigin vegum. Hann vildi láta skilja sig eftir og fá sjálfur að finna út leiðina heim til sín. 

 

Lenore segist hafa gefið syni sínum pening ef svo kynni að fara að hann þyrfti að hringja. Hún hafi ekki viljað skilja hann eftir með farsímann sinn – af ótta við að sonurinn myndi týna honum. Eftir að mæðginin kvöddust segist hún ekki hafa veitt honum eftirför. „Ég treysti syni mínum til að átta sig á því að hann þyrfti að ferðast með Lexington Avenue-neðanjarðarlestinni og eftir það, fara með strætó heim. Skyldi það ekki ganga upp, treysti ég honum til þess að spyrja ókunnuga til vegar. Og þá treysti ég þessum ókunnuga til þess að hjálpa syni mínum, frekar en að ræna honum.“

Til að gera langa sögu stutta komst sonurinn heim óhultur og einstaklega stoltur af sjálfum sér.

Fólk vildi kæra móðurina

Málið vakti á sínum tíma mikla athygli vestanhafs. Margir vildu meina að kæra ætta móðurina fyrir barnamisnotkun. En Lenore stóð föst á sínu og sagði að börnum væri enginn greiði gerður með því að ofvernda þau. Það að börnum sé rænt er afar sjaldgæfur atburður, samkvæmt tölfræðilegum niðurstöðum, og það getur reynst erfitt að ætla að vera stöðugt á varðbergi. Því er líkt við að bera með sér slökkvitæki, skyldi einhvers staðar kvikna í.

Auðvitað þarf að gæta barnanna en á einhverjum tímapunkti verða foreldrar að sleppa takinu. Börn þurfa að öðlast trú á sjálfum sér og læra að takast á við heiminn á eigin vegum. Hvenær það svo sem er, verður hver og einn að dæma fyrir sig.  

 

Heimildir: ETonline.com og NYsun.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert