„Skólarnir eiga rétt á að fá niðurstöðurnar“

PISA 2022 | 12. desember 2023

„Skólarnir eiga rétt á að fá niðurstöðurnar“

„Grunnskólarnir eiga að fá niðurstöðurnar í PISA ef okkur er alvara með að bregðast við. Það er algjört fyrsta skref,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi í dag.

„Skólarnir eiga rétt á að fá niðurstöðurnar“

PISA 2022 | 12. desember 2023

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir að það væri „galið“ …
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir að það væri „galið“ ef skólar fengju ekki að sjá niðurstöðurnar. mbl.is/Hákon

„Grunnskólarnir eiga að fá niðurstöðurnar í PISA ef okkur er alvara með að bregðast við. Það er algjört fyrsta skref,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi í dag.

„Grunnskólarnir eiga að fá niðurstöðurnar í PISA ef okkur er alvara með að bregðast við. Það er algjört fyrsta skref,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi í dag.

Þorbjörg ræddi niðurstöður PISA-könnunarinnar 2022 á þinginu í dag, undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Ísland stóð sig verst allra Norðurlanda í könnuninni og niðurstöður sýna að 40% nemenda geta ekki lesið sér til gagns eftir að hafa lokið grunnskólanámi á Íslandi.

Eistlandi vegnar best í Evrópu en þar eru skólar upplýstir um gengi nemenda sinna.

Menntamálaráðherra Eistlands sagði við mbl.is á sunnudag að það væri mikilvægt að skólar fengju að vita hvernig nemendum sínum gengi í könnuninni.

Á Íslandi neitar Menntamálastofnun að upplýsa skólastjórnendur um gengi nemenda í þeirra grunnskólum.

Annað er einfaldlega galið

„Skólarnir eiga rétt á að fá niðurstöðurnar sem þeir hafa lagt vinnu í að taka. Annað er einfaldlega galið,“ sagði Þorbjörg.

Hún vitnaði í orð Jóns Péturs Zimsen, aðstoðarskólastjóra Réttarholtsskóla, úr viðtali við mbl.is þar sem hann sagði að strax í sex ára bekk ættu svo gott sem öll börn að vera læs og að það eigi að mæla jafnt og þétt hvar börnin séu stödd. Þannig væri hægt að styðja þau og bregðast við þannig að enginn verði út undan. 

„Í dag eru 40% barna út undan og hefur Jón Pétur sett stöðuna í samhengi við þau tækifæri og þau lífsgæði sem verið er að hafa af börnunum í íslenskum skólum með þessum árangri,“ sagði þingkonan. 

Til­lögu borgarfulltrúa Sjálf­stæðis­flokksins, um að kallað yrði eft­ir niður­stöðum PISA-könn­un­ar­inn­ar frá Mennta­mála­stofn­un, þar sem niður­stöðunum yrði skipt eft­ir grunn­skól­um og skóla­stjórn­end­ur upp­lýst­ir, var vísað til skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar fyrr í dag.

mbl.is