Önnur nálgun hjá nýrri Menntamálastofnun

PISA 2022 | 15. desember 2023

Þörf á nýrri nálgun eftir PISA-könnun

Ný störf í nýrri Menntamálastofnun verða sum með ólíku sniði og hjá fyrri stofnun. Önnur nálgun verður hjá nýrri stofnun og ekki vanþörf á eftir niðurstöður PISA-könnunarinnar, að sögn Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar.   

Þörf á nýrri nálgun eftir PISA-könnun

PISA 2022 | 15. desember 2023

Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að …
Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að ný stofnun taki við af Menntamálastofnun 1. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný störf í nýrri Menntamálastofnun verða sum með ólíku sniði og hjá fyrri stofnun. Önnur nálgun verður hjá nýrri stofnun og ekki vanþörf á eftir niðurstöður PISA-könnunarinnar, að sögn Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar.   

Ný störf í nýrri Menntamálastofnun verða sum með ólíku sniði og hjá fyrri stofnun. Önnur nálgun verður hjá nýrri stofnun og ekki vanþörf á eftir niðurstöður PISA-könnunarinnar, að sögn Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar.   

Öllu starfsfólki Menntamálastofnunar, alls 46 manns, var sagt upp í morgun. „Þetta er búið að liggja fyrir lengi,“ segir Þórdís Jóna í samtali við mbl.is.

Lög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku um að ný stofnun taki við af Menntamálastofnun 1. apríl. Núverandi mynd af stofnuninni verður lögð niður degi fyrr, að sögn Þórdísar.

Hún segir að uppsagnarfrestur starfsfólksins sé mislangur en Menntamálastofnun verði að öllum líkindum starfandi alveg þangað til að ný stofnun taki við.

Svipað margar stöður í nýrri stofnun

Á mánudaginn verður auglýst eftir svipað mörgum stöðum í nýrri stofnun og fólki sem var sagt upp í dag. Nýju störfin verða sum með öðru sniði en í fyrri stofnun.

„Við erum að byggja upp þjónustustofnun sem er ætlað að vera í mikið meira samstarfi við skólasamfélagið og vera bakland fyrir kennara. Núverandi stofnun er meiri stjórnsýslustofnun,“ segir Þórdís Jóna, sem verður forstjóri nýrrar stofnunar.

„Við erum aðeins að fara að nálgast þetta á annan hátt og kannski ekki vanþörf á samanber nýjar niðurstöður í PISA.“

Fyrsta skrefið

„Ég geri ráð fyrir að mikið af því flotta og hæfileikaríka fólki sem er hér sæki um störf í nýtti stofnun. Það er fyrsta skrefið í því að byggja upp nýja stofnun,“ segir Þórdís Jóna.

„Síðan eru frumvörp á þingmannaskrá hjá ráðherra um námsgögnin og líka varðandi skólaþjónustuna sem eiga að styrkja stofnunina enn frekar.“

mbl.is