Talið að skotárásin hafi verið óviljaverk

Talið er að stúlkan hafi haldið að um leikfangabyssu væri …
Talið er að stúlkan hafi haldið að um leikfangabyssu væri að ræða. AFP

Lögreglan í Los Angeles telur að það hafi verið óviljaverk þegar 12 ára stúlka skaut á samnemendur sína í Salvadore Castro-gagnfræðiskólanum í Kaliforníu í gær. BBC greinir frá.

Stúlkan hefur verið ákærð fyrir kæruleysislega meðferð skotvopna, en lögregla yfirbugaði hana á staðnum í gær, fjarlægði skotvopnið, handjárnaði og flutti á brott.

Lögreglan yfirbugaði stúlkuna í gær, en hún hefur verið ákærð …
Lögreglan yfirbugaði stúlkuna í gær, en hún hefur verið ákærð fyrir kæruleysislega meðferð skotvopna. AFP

Stúlkan var með hálfsjálfvirka skammbyssu en talið er að hún hafi haldið að um leikfangabyssu væri að ræða. Hún hafi aldrei ætlað að skjóta neinn. Þetta segir samnemandi stúlkunnar í skólanum í samtali við ABC News.

AFP

Fimm særðust í árásinni, 15 ára drengur fékk skot í höfuðið og 15 ára stúlka skot í úlnliðinn, en ástand þeirra beggja er stöðugt og talið er að þau nái fullum bata. Þrír aðrir hlutu minni háttar áverka.

Þetta er þriðja skotárásin í bandarískum skóla á þessu ári, tveir hafa látist og sautján slasast.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert