Mikil átök í París

Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum í París í dag.
Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum í París í dag. AFP

Mótmælendur kveiktu í McDonald's-veitingastað og slógust við lögreglu í útjaðri kröfugöngunnar í París í Frakklandi í dag. Talið er að um þúsund svartklædd ungmenni með grímur hafi gengið í kröfugöngu borgarinnar og meðal annars hrópað slagorð á borð við „Rístu upp París“ og „Allir hata lögregluna“.

Frakklandsforseta var mótmælt.
Frakklandsforseta var mótmælt. AFP

Sumir eru sagðir hafa borið spjöld með merki anarkista og borða með tilvísun í öfga vinstri hópinn „svarta bandalagið“. Mótmælendur sem tilheyra hópnum eru oft í átökum við lögreglu, sérstaklega í kringum alþjóðlegar ríkjaráðstefnur.

Á leið kröfugöngunnar kveikti hópurinn í farartækjum og McDonald's-veitingastað ásamt því að skemma nærliggjandi fasteignir. Lögreglan beitti vatnsfallbyssum og táragasi í þeim tilgangi að reyna að tvístra hópnum. Að minnsta kosti tveir hafa verið handteknir.

Mikil óánægja og ólga er í Frakklandi vegna stefnu Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um að gera umbætur á starfsemi hins opinbera, en verkalýðsfélögin vildu nýta daginn til þess að mótmæla áformum Macrons.

Grímuklædd ungmenni unnu mikið skemmdarverk.
Grímuklædd ungmenni unnu mikið skemmdarverk. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert