Pútín gagnrýnir bandarísk „öfl“

Donald Trump og Vladimír Pútín á fundi sínum í Helsinki.
Donald Trump og Vladimír Pútín á fundi sínum í Helsinki. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti gagnrýnir harðlega „öfl“ í Bandaríkjunum sem eru tilbúin að fórna sambandi landanna tveggja. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu eftir fund með Pútín í Helsinki fyrir tveimur dögum.

„Við sjáum að það eru öfl í Bandaríkjunum sem eru á augabragði tilbúin að fórna sambandi Rússlands og Bandaríkjanna til að svala eigin framagirnd,“ sagði Pútín í ræðu sem hann hélt fyrir sendiherra lands síns í Moskvu í dag. „Við sjáum að það eru öfl í Bandaríkjunum sem eru tilbúin að setja þrönga flokkahagsmuni ofar hagsmuni lands síns.“

Hann bætti við að Rússland væri engu að síður tilbúið að þróa samband ríkjanna áfram á jafnræðisgrundvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert