Öflugur jarðskjálfti reið yfir Íran

Kort/Google

241 er slasaður og að minnsta kosti tveir látnir eftir öflugur jarðskjálfti, af stærð sex, reið yfir vesturhluta Íran í nótt. Jarðskjálftinn var um 26 kílómetra suðvestur af borginni Javanrud í Kermanshah-héraði, en öflugur jarðskjálfti varð á svipuðum slóðum fyrir um ári og varð hundruðum að bana. AFP-fréttastofan greinir frá.

Samkvæmt írönsku fréttastofunni IRNA eru hinir látnu þunguð kona og 70 ára gamall maður sem fékk hjartaáfall í kjölfar skjálftans, en þær upplýsingar eru hafðar eftir yfirlækni bráðadeildar á sjúkrahúsi í Kermanshah.

Rafmagn fór af um 70 bæjum vegna skjálftans en tekist hefur að koma rafmagni aftur á í um 50 þeirra. Að minnsta kosti 21 eftirskjálfti hefur fylgt stóra skjálftanum og óttast er að drykkjarvatn kunni að hafa mengast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert