Gassprenging í lestargöngum í Ósló

Fólk að bíða á brautarstöð í Ósló í morgun.
Fólk að bíða á brautarstöð í Ósló í morgun. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lestarstöðvarnar í Løren, Ensjø og Helsfyr í Ósló eru lokaðar eftir að eldur kom upp í lestargöngunum við Helsfyr í nótt. Enginn slasaðist en allt bendir til þess að gaskútar hafi sprungið inni í göngunum.

Skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma, klukkan 7 að íslenskum tíma, greindi lögreglan í Ósló frá því á Twitter að búið væri að slökkva eldinn sem var í mannlausum vagni í göngunum. Vagninn var í um 300 metra fjarlægð frá brautarstöðinni og brotnuðu einhverjar rúður á lestarstöðinni við sprenginguna, segir Kristian Krohn Engeset, sem stýrir aðgerðum lögreglu á vettvangi, í samtali við norska ríkisútvarpið. 

Aðgerðum lögreglu er lokið á vettvangi og má búast við að samgöngur verði með eðlilegum hætti fljótlega.

Frétt NRK



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert