Sex létust í mótmælum í Jakarta

Að minnsta kosti sex manns létust í átökum sem brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Jakarta, höfuðborg Indónesíu.

Mótmælendurnir eru andvígir endurkjöri Joko Widodo sem forseta landsins.

Lögreglusírenur ómuðu á sama tíma og þúsundir mótmælenda hrópuðu og veifuðu indónesíska fánanum í höfuðborginni. Einhverjir köstuðu steinum og flugeldum að lögreglunni, sem brást við með því að skjóta táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur.

Að minnsta kosti þrír lögreglumenn slösuðust og voru fluttir á brott í sjúkrabíl.

Sex létust í mótmælunum.
Sex létust í mótmælunum. AFP

Lögreglustjórinn Titi Karnavian staðfesti að sex hefðu látist í mótmælunum en neitaði því að lögreglan hefði hleypt af skotum.

Ofbeldið braust út eftir að greint var frá því að Widodo hefði borið sigurorð af hershöfðingjanum fyrrverandi Prabowo Subianto í forsetakosningunum sem fóru fram 17. apríl.

Ósáttir mótmælendur.
Ósáttir mótmælendur. AFP
Frá átökum lögreglu og mótmælenda.
Frá átökum lögreglu og mótmælenda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert