Trump segir Macron kvikindislegan

Frakklandsforseti og Bandaríkjaforseti á fundi G20-ríkjanna í Japan í júní …
Frakklandsforseti og Bandaríkjaforseti á fundi G20-ríkjanna í Japan í júní á þessu ári. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Emmanuel Macron Frakklandsforseta kvikindislegan fyrir að hafa sagt Atlantshafsbandalagið heiladautt.

Macron lét þessi ummæli falla um bandalagið í viðtali við Economist í byrjun nóvember og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir. Sagði hann þetta í samhengi við hverfandi hollustu Bandaríkjanna við samstarfið.

Trump er staddur í Lundúnum vegna fundar í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins og segir hann ummæli Macron virkilega móðgandi. Bandalagið gegni mikilvægu hlutverki.

Búast má við því að stirt samband Frakklands og Tyrklands, sem og deilur um peninga, varpi skugga á afmælisfund aðildarríkjanna, sem hefst síðar í dag.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert