Allir mótmælendur farnir frá sendiráðinu

Mótmælendur létu skoðun sína í ljós við bandaríska sendiráðið í …
Mótmælendur létu skoðun sína í ljós við bandaríska sendiráðið í Bagdad. AFP

Allir mótmælendur í Bagdad í Írak sem höfðu safnast saman fyrir framan bandaríska sendiráðið í Írak yfirgáfu svæðið í dag. „Við brenndum þá,“ heyrðist í mótmælendunum um leið og þeir yfirgáfu svæðið fyrir framan sendiráðið. 

Fyrr í dag fyrirskipuðu for­svars­menn hernaðarsam­tak­anna Hashed al-Shaabi stuðnings­mönn­um sín­um að yf­ir­gefa sendi­ráð en þeir voru tregir að verða við þeim óskum og neituðu í fyrstu að fara. 

Fólkið mót­mælti mann­skæðum loft­árás­um Banda­ríkja­hers á yf­ir­ráðasvæði Hashed í Írak. Sendiráðið var rýmt eftir að mótmælendur réðust að því.  

Tjöldum og grindverkum var safnað saman sem mótmælendur höfðu meðferðis fyrir framan sendiráðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert