170 smit staðfest um borð í Diamond Princess

Diamond Princess var sett í sótt­kví við Yo­kohama eft­ir að …
Diamond Princess var sett í sótt­kví við Yo­kohama eft­ir að í ljós kom að átt­ræður farþegi, sem fór frá borði í Hong Kong 25. janú­ar, reynd­ist smitaður. AFP

Um 60 ný tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst hjá farþegum og áhöfn skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem var sett í sóttkví við Yokohama í Japan í síðustu viku. 

Áður höfðu 70 farþegar greinst með veiruna um borð í skipinu og því eru 170 manns af um 3.700 farþegum og áhöfn smitaðir. 

Diamond Princess var sett í sótt­kví við Yo­kohama eft­ir að í ljós kom að átt­ræður farþegi, sem fór frá borði í Hong Kong 25. janú­ar, reynd­ist smitaður. 

Sýni hefur verið tekið úr um 300 farþegum og nú er unnið að því að taka sýni úr þeim sem hafa umgengist hina smituðu eða sýna einkenni veirunnar. Farþegar eru beðnir um að halda kyrru fyrir í káetum sínum og fara sem minnst út á þilfar skipsins. 

26 hafa greinst með kórónuveiruna í Japan fyrir utan þá 170 sem greinst hafa á skipinu. Fjöldi smita utan Kína er því mestur í Japan. 

Að öllu óbreyttu verða farþegarnir og áhöfnin í sóttkví til 19. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert