Börn á meðal látinna eftir loftárás

Reykmökkur yfir höfuðborginni Sanaa eftir árásina í gær.
Reykmökkur yfir höfuðborginni Sanaa eftir árásina í gær. AFP

Þrettán létust, þeirra á meðal börn, í loftárás í norðanverðu Jemen í gær.

Uppreisnarsveitir húta, sem njóta stuðnings íranska stjórnvalda, og alþjóðlega viðurkennd ríkisstjórn Jemen, sem nýtur stuðning Sádi-Arabíu og bandamanna, hafa barist í borgarastyrjöld frá árinu 2014. Stríðið hefur skapað það sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað verstu mannréttindakrísu í heiminum. 

Í yfirlýsingu húta kemur fram að þrettán hafi látist, þar af 4 börn, í loftárásum bandalags Sádi-Arabíu í gær. Bandalagið skarst í borgarastyrjöldina árið 2015, skömmu eftir að hútar náðu yfirráðum í höfuðborginni Sanaa.

Báðir aðilar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi af Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökum. 

Í yfirlýsingu sinni í dag neitaði bandalag Sáda að hafa vísvitandi beint loftárásum sínum að borgurum, heldur hafi hermenn húta verið skotmarkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert