Segja ávinning meiri en áhættu

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Alls hafa 30 af 18 milljónum fengið blóðtappa eftir bólusetningu við Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í Bretlandi. Af þeim hafa sjö látist en læknar segja ávinninginn af að þiggja bólusetningu mun meiri en áhættuna.

Áður hafði Lyfjastofnun Evrópu greint frá því að engin gögn styðji takmörkun á notkun bóluefnisins.

Breskir læknar segja meirihluta þeirra sem hafi fengið blóðtappana séu ungar konur. Þær séu líklegri til að fá blóðtappa almennt.

Talsmaður AstraZeneca sagði að öryggi sjúklinga væri lykilatriði í tengslum við bólusetningar við Covid-19.

Enn fremur er bent á að getnaðarvarnarpillan auki líkur á blóðtappa umtalsvert en samt hætti konur ekki að taka pilluna. Kórónuveirusmit auki líka líkur á blóðtappa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert