Umfjöllun litist af kynþáttafordómum og hómófóbíu

Apabóla hefur verið að skjóta upp kollinum í Bandaríkjunum og …
Apabóla hefur verið að skjóta upp kollinum í Bandaríkjunum og Evrópu.

Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS) varar við fordómafullri umræðu um apabóluveiruna sem UNAIDS telur stofna lýðheilsu í hættu.

UNAIDS bendir á að við umfjöllun um veiruna hafa fjölmargir tengt sjúkdóminn við hinseginfólk og fólk frá Afríku. Það ýti undir hómófóbíu og kynþáttafordóma og stuðlar að fordómum. UNAIDS bendir á að forómar og ásakanir gagnvart tilteknum hópi fólks geti grafið undan viðbrögðum við faraldri en það hafi reynslan af alnæmi sýnt fram á.

Hættan takmarkast ekki við ákveðinn hóp

Apabóluveiran hefur greinst í fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og hefur töluverður hluti smita greinst hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með sama kyni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur bent á að þeir sem eru í mestri hættu séu þeir sem hafa haft náin samskipti við aðila með veiruna, og að sú hætta sé ekki takmörkuð við karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.

UNAIDS hvetur því fjölmiðla, stjórnvöld og almenning til að bregðast við með réttindamiðaðri, gagnreyndri nálgun sem forðast fordóma.

Matthew Kavanagh, aðstoðarframkvæmdastjóri UNAIDS, segir að fordómar og ásakanir grafi undan getunni til að bregðast við slíkum faraldri með áhrifaríkum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert