Rak yfirmann varnarmála í Karkív

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, heimsótti Karkív í dag.
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, heimsótti Karkív í dag. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti í fyrsta sinn, síðan innrásin í Úkraínu hófst, hið stríðshrjáða austur en rússneskir hermenn hafa hert tök sín á helstu borgum Donbas-héraðsins.

Eftir að hafa heimsótt Karkív tilkynnti Selenskí að hann hefði rekið yfirmann varnarmála í  norðausturhluta borgarinnar.

Selenskí sagði að manninum hefði verið vísað frá „fyrir að hafa ekki unnið að því að verja borgina frá fyrstu dögum stríðsins, heldur hafi hann aðeins hugsað um sjálfan sig“, og að á meðan aðrir hefðu stritað hefði hann ekki gert það.

Þrátt fyrir að forsetinn hafi ekki nafngreint embættismanninn nafngreindu úkraínskir ​​fjölmiðlar hann sem Róman Dúdin, yfirmann úkraínsku öryggissveitanna, SBU, á Karkív-svæðinu.

Fyrr í dag birti skrifstofa Selenskís myndband á samskiptaforritinu Telegram af forsetanum klæddum skotheldu vesti á meðan hann skoðaði eyðilagðar byggingar í Karkív og nágrenni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert