Banaslys í Friheden-tívolí í Árósum

Friheden-tívolíið lokaði eftir banaslysið sem varð í dag.
Friheden-tívolíið lokaði eftir banaslysið sem varð í dag. AFP/Mikkel Berg Pedersen

14 ára stúlka lét lífið í slysi í Friheden-tívolíinu í Árósum í Danmörku í dag. Bilun í rússíbana olli slysinu.

Lögreglan í Danmörku tilkynnti í dag að vagn í rússíbananum Kóbruni hafi losnað og fólk hafi klemmst á milli og hangið niður af teinunum. 13 ára strákur slasaðist einnig í slysinu.

Skemmtigarðinum var lokað í kjölfar slysins sem átti sér stað rétt fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Rannsókn leiddi í ljós mistök í byggingu rússíbanans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert