Gallaður flugeldur orsakaði slysið

Flugeldurinn sem sprakk var svokölluð miðnæturbomba.
Flugeldurinn sem sprakk var svokölluð miðnæturbomba. Eggert Jóhannesson

„Þetta var öflugur flugeldur og það var mikil mildi að þarna fór ekki verr,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, um flugeldaslysið við skáta­skál­ann Þrist, í Þver­ár­dal und­ir Mósk­arðshnjúk­um í gær. Galli í flugeldinum varð til að hann sprakk á jörðu niðri. Kristinn segir krakkana hafa brugðist hárrétt við eftir að plaststykki skutust út í loftið við sprenginguna með þeim afleiðingum að einn unglingurinn missti meðvitund.

13 krakka hópur á aldrinum 16-17 ára var í árlegri áramótaútilegu í skálanum þegar óhappið varð. Skátaforingjarnir fimm sem voru með í för og eru um tvítugt kölluðu til sjúkrabíl sem flutti tvö ungmenni á sjúkrahús. Fimm til viðbótar fóru svo í kjölfarið með foreldrum sínum á slysavarðstofuna.

Kristinn segir meiðslin hafa verið minni háttar, allir hafi verið útskrifaðir af sjúkrahúsinu í gærkvöldi. Flugeldinn segir hann hafa verið svokalla miðnæturbombu eða þriggja tommu flugeld sem séu afar öflugir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert