Seinkun á millilandaflugi

Keflavíkurflugvöllur .
Keflavíkurflugvöllur . mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stormurinn hefur haft talsverð áhrif á millilandaflug á Keflavíkurflugvelli í dag. Lendingu fjölmargra flugvéla sem áttu að lenda snemma í morgun var seinkað fram til klukkan níu. Sömu sögu er að segja um brottfarir frá vellinum sem hefur einnig verið seinkað um nokkra klukkutíma.

18 flugvélar lentu milli klukkan níu og tíu í morgun og á einum og hálfum klukkutíma fyrir hádegi taka alls 15 flugvélar á loft. 

Enn eru farþegar inni í nokkrum flugvélum sem lentu á tíunda tímanum í morgun. Ekki hefur verið hægt að hleypa þeim frá borði því of hvasst er fyrir rampinn eða landgöngubrúna til að festa hana tryggilega, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air. 

Milli klukkan níu og fram eftir hádegi verður því mikið að gera á flugvellinum þegar bæði komu- og brottfarafarþegar streyma um hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka