ADHD hefur áhrif á fjármálin

Mikilvægt er að vita hvernig fjármálin virka og hafa yfirsýn …
Mikilvægt er að vita hvernig fjármálin virka og hafa yfirsýn yfir þau. Ljósmynd/Thinkstock

Þeir einstaklingar sem eru með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir lenda oftar en aðrir í fjárhagserfiðleikum.

Það skýrist meira af því að skipulag og rétt utanumhald skortir, að sögn Þrastar Emilssonar, framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, en að fólkið eigi ekki fyrir reikningunum. Minni til framkvæmda virkar ekki eins og til er ætlast.

Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, segir að rannsóknir sýni að fólk með ADHD lendi frekar í fjárhagserfiðleikum en aðrir. Það eigi erfitt með að halda sig við skipulag og sé auk þess gleymið og hvatvíst.

Í erindi sem hann flutti á spjallfundi ADHD-samtakanna um ADHD og fjármál í gærkvöldi kom fram að tekjur einstaklinga með ADHD væru gjarnan lægri en annarra. Við það bætist skortur á fjárhagslegu skipulagi, ekki er sparað og því ekki hægt að bregðast við ófyrirséðum útgjöldum, óúthugsuð og hvatvís kaup, reikningar ekki greiddir á réttum tíma, vanskil og yfirskuldsetning af ýmsu tagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert