Ætla að opna Hellisheiði fljótlega

Enn er fjöldi vega ófær.
Enn er fjöldi vega ófær. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að opna veginn milli Hveragerðis og Selfoss og einnig um Suðurstrandarveg en auk þess er búið að opna frá Hvolsvelli í austurátt. Enn er lokað um Hellisheiði og Þrengsli en áætlað er Þrengslin opni kl. 18.00 en Hellisheiði eitthvað síðar.

Auk þess er búið að opna veginn um Hafnarfjall.

Vegirnir um Sandskeið, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru lokaðir. Búið er að loka veginum að Gullfossi og einnig Krýsuvíkurleið. 

Vegirnir um, Brattabrekku og Fróðárheiði eru lokaðir. Einnig er lokað um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Hólasand, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Fjarðarheiði.

Spár gera ráð fyrir því að það lægi og rofi til á Vesturlandi og Norðurlandi síðdegis en geri það ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Vakin er athygli á því að víða er að hlána á láglendi og af þeim sökum getur verið flughálka víða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert