BA flaug þegar önnur félög aflýstu

British Airways lét ekki vont veður aftra sér á sunnudaginn.
British Airways lét ekki vont veður aftra sér á sunnudaginn.

„Það eru flugfélögin sem sjálf taka ákvörðun um að aflýsa flugferðum – og byggja þá á upplýsingum frá Veðurstofunni um veður og veðurhorfur og síðan upplýsingum frá Isavia um ástand brauta, hvort hægt er að nota landgöngubrýr eða stigabíla vegna veðurs og slíkt.“

Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í Morgunblaðinu í dag, en athygli vakti á sunnudaginn þegar öll flugfélög, innlend og erlend, aflýstu flugferðum frá Keflavíkurflugvelli jafnt til Evrópu sem Bandaríkjanna vegna veðurs fóru tvær vélar breska flugfélagsins British Airways í loftið áleiðis til London, annars vegar kl. 15.31 og hins vegar kl. 16.19.

Fyrri ferðin átti upphaflega að vera kl. 12.35 og seinni ferðin 15.35. Þriðja flugi félagsins þennan dag, sem vera átti kl. 17.05, var hins vegar aflýst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert