Prófin ekki efniviður framhaldsskólanna

Regína og Ísak eru meðal þeirra þúsunda nemenda sem þreyta …
Regína og Ísak eru meðal þeirra þúsunda nemenda sem þreyta samræmt próf í íslensku í dag mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Sverrir Óskarsson, sviðstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun segir að ekki eigi að líta á samræmdu könnunarprófin sem gagn til inntöku í framhaldsskóla.

Prófin séu ætluð fyrir nemendur, foreldra og skóla til að fá endurgjöf á styrk- og veikleika nemandans. Nemendur í 9. bekk þreyta samræmdu prófin í ár og munu rúmlega 4.300 nemendur í 141 grunnskóla taka samræmt próf í íslensku í dag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sverrir að hluti af tilganginum með því að láta börn í 9. bekk þreyta prófin sé að draga úr því að þau séu notuð sem gagn inn í framhaldsskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert