Má búast við kulda

Skafið af framrúðunni í morgunsárið.
Skafið af framrúðunni í morgunsárið. mbl.is/Hari

Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska.

Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur telur ekki ástæðu til þess að taka fram grillið, enda fari líklega að snjóa fyrir norðan og austan um helgina. „Þá munum við í næstu viku upplifa heldur norðlægari átt og því mun fylgja svalara veður. Ekki er líklegt að fari að blómstra á næstu dögum,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert