Áformuð háhýsabyggð í Borgartúni í uppnámi

Borgartún. Hugmynd að turni.
Borgartún. Hugmynd að turni. Teikning/Yrki arkitektar

Einar Páll Svavarsson, sem er í forsvari fyrir íbúa í Mánatúni, segir niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 hljóta að leiða til þess að hætt verði við áformin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Einar Páll segir athugasemdir Skipulagsstofnunar alvarlegar og áfellisdóm yfir vinnubrögðum starfsmanna og nefndarmanna umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

„Við gerum ráð fyrir því að Reykjavíkurborg hætti við svokallaða breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Borgartún 24 í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Við teljum einsýnt að breytingin verði látin niður falla og Reykjavíkurborg haldi áfram með deiliskipulagsvinnuna, sem borgin setti sjálf af stað í nóvember 2014, og vinni þannig eðlilegt deiliskipulag fyrir reitinn í samræmi við skipulagslög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert