Bjart en kalt í veðri

Von er á björtu veðri um flest allt land á …
Von er á björtu veðri um flest allt land á morgun. Svona lítur veðurkortið út á laugardagsmorgun en það hlýnar eftir því sem líður á daginn.

Von er á norðanátt á landinu næsta sólarhringinn, 8-13 metrum á sekúndu norðvestantil fram á nótt, en annars hægari vindur.

Þá má búast við dálitlum éljum, en léttir víða til á Suður- og Vesturlandi í nótt. Bjartviðri síðdegis á morgun, en smáskúrir eða él um landið austanvert. Hiti verður 0 til 8 stig að deginum, mildast syðst.

Á sunnudag snýr í sunnan- og suðvestanátt, 8-15 metrar á sekúndu. Þurrt verður á Norðaustur- og Austurlandi en rigning eða slydda annars staðar. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert