Lífi starfsmanna talin hætta búin

Starfsemi á og við þak á byggingarsvæði við Dalsbrún í …
Starfsemi á og við þak á byggingarsvæði við Dalsbrún í Hveragerði hefur verið stöðvuð. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu á og við þak nýbyggingar við Dalsbrún 21-23 í Hveragerði vegna þess að talið var að þar væri lífi og heilbrigði starfsmanna hætta búin vegna skorts á fallvörnum og öruggum umferðarleiðum upp á þakið.

Við eftirlitsheimsókn kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Fullnægjandi pallar voru ekki með hliðum hússins og engar aðrar fallvarnir notaðar. Þá gerir Vinnueftirlitið athugasemd við að fyrirtækið hafi ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins kveður á um að ekki megi hefja þar vinnu að nýju fyrr en búið sé að tryggja öryggi starfsmanna við verkið og Vinnueftirlitið hefur leyft þar vinnu á ný. Veittur hefur verið frestur til 28. júní til þess að gera úrbætur á aðstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert