Endurmeta áform um borgarhótel

Herbergi á Reykjavík Konsúlat-hótel í Hafnarstræti. Mikil fjárfesting er áformuð …
Herbergi á Reykjavík Konsúlat-hótel í Hafnarstræti. Mikil fjárfesting er áformuð í hótelum í borginni.

Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdatjóri Festis, segir félagið íhuga að hætta við 160 herbergja hótel á Suðurlandsbraut 18. Félagið hefur m.a. rætt við erlendar hótelkeðjur um rekstur hótels.

Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Félagið er að ljúka við byggingu hótels á Tryggvagötu sem Keahótelin taka yfir í lok júlí.

Festir hefur jafnframt fallið frá hugmyndum um hótel á Héðinsreit.

Róbert Aron segir rekstrarumhverfið hafa breyst að undanförnu.

„Ég met stöðuna þannig að á undanförnum sex mánuðum hafi allt þyngst. Ég er þó ekki dómbær á hvort eitthvað hafi breyst í rekstrarumhverfinu. Við erum ekki að reka hótel. Maður heyrir að menn eru áhyggjufyllri en áður og það smitast hratt út í allt sem tengist þessu.“

Ester Björnsdóttir, sölustjóri Keahótela, segir töluvert minna um bókanir frá hópum en í fyrrasumar. Hins vegar sé bókunum frá einstaklingum alltaf að fjölga, en þær komi með styttri fyrirvara. Keahótelin verða 11 í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert