Tveir handteknir vegna líkamsárásar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Hjörtur

Tveir einstaklingar voru handteknir, grunaðir um líkamsárás, í Hafnarfirði í nótt eftir að tilkynnt var um slagsmál fyrir utan skemmtistað í bænum. Eru þeir vistaðir í fangaklefa lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að hafa keyrt langt yfir hámarkshraða, annar í Grafarvogi sem ók á 122 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 60. Hinn var stöðvaður í Grafarvogi fyrir að hafa keyrt á 109 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50.

Þá þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af fjölda ökumanna vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Í einhverjum tilfellum reyndust ökumenn einnig ekki hafa tekið bílpróf eða verið sviptir ökuréttindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert