Vinnur á sjónum fyrir flakki um heiminn

Óskar fann aftur ástríðuna fyrir ljósmyndun úti í Dubai. Hann …
Óskar fann aftur ástríðuna fyrir ljósmyndun úti í Dubai. Hann segist elska að segja sögur með myndum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í hvert sinn sem hann fer frá Indlandi vill hann aldrei fara þangað aftur, hann fær nóg af áreitinu. En eftir ákveðinn tíma þráir hann að fara þangað enn á ný. Óskar Hallgrímsson er ævintýramaður og kann vel við að ferðast og leika sér þar til hann er orðinn auralaus, þá kemur hann heim og fer á sjóinn og vinnur sér inn fyrir næstu ferð. Fer svo aftur á flakk.

„Ég kom til Dubai í ágúst 2016 og bjó þar í nokkra mánuði. Þá var 47 stiga hiti þar. Ég gat ekki verið úti nema í nokkrar mínútur í einu en farandverkamennirnir voru úti að vinna erfiðisvinnu í þessum hræðilegu aðstæðum frá morgni til kvölds. Mér fannst þetta svakalegt og ég fékk áhuga á að kynna mér hverjir þessir menn væru. Ég fór í hverfin þar sem þeir bjuggu og fékk að skoða aðstæður þeirra, sem voru heldur lakar. Þrjátíu til fjörutíu menn bjuggu saman í einu húsi og sváfu sextán saman í 15 fermetra herbergi. Mér fannst þetta líkast þrælahaldi en það sem kom mér á óvart var hvað þeir voru hamingjusamir, glaðlegir og yndislegar manneskjur“.
Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og grafískur hönnuður, en hann fann aftur ástríðuna fyrir ljósmyndun þegar hann myndaði þessa farandverkamenn sem voru frá Pakistan og Indlandi.

Sjá viðtal við Óskar um heimshornaflakk hans og ljósmyndun í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert