Léttsveitin skemmtir sér og öðrum með söng

Rannveig Þorvaldsdóttir og Gísli Magna standa fyrir framan aðra kórfélaga …
Rannveig Þorvaldsdóttir og Gísli Magna standa fyrir framan aðra kórfélaga á æfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Söngurinn hljómar frá safnaðarheimili Háteigskirkju um þessar mundir á mánudags- og miðvikudagskvöldum og þegar betur er að gáð er um að ræða tóna frá um 120 konum í Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasta kvennakór landsins.

„Við erum að æfa fyrir árlega jólatónleika okkar,“ segir Rannveig Þorvaldsdóttir, formaður kórsins. Hún bætir við að þær taki sig ekki of alvarlega og því sé mikið lagt upp úr léttleika í bland við hátíðleikann. „Við leggjum áherslu á að hafa þetta skemmtilegt og ekki aðeins fyrir okkur heldur líka fyrir hlustendur,“ heldur hún áfram. „Við viljum gefa gestum okkar tækifæri til þess að syngja með okkur og erum því líka með samsöng inni í efnisskránni.“

Gísli Magna er stjórnandi kórsins, Tómas Guðni Eggertsson spilar á píanó og sér um hljómsveitarstjórn og Pálmi Gunnarsson verður gestasöngvari á jólatónleikunum.

Sjá samtal við Rannveigu um söng í Háteigskirkju í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert