50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Ljósmynd/Vefur Reykjavíkurborgar

Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Unnið er að því að koma málum konunnar í farveg hjá lögreglunni, að því er kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konu og þetta er bara mjög alvarlegt mál,“ sagði Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, við Stöð 2.

Hún bætti við að nokkuð algengt væri að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti aðstoðar til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert