Fossvogsbrú nýtist sem best

Hugmynd um brú yfir Fossvoginn.
Hugmynd um brú yfir Fossvoginn.

Skipulagsráð Kópavogs og skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hafa samþykkt tillögu að deiliskipulagi vegna brúar yfir Fossvog.

Tillagan fer nú til bæjarráðs í Kópavogi og borgarráðs Reykjavíkur. Í henni er gert ráð fyrir um 270 metra langri brú fyrir almenningssamgöngur, hjólastíg og göngustíg yfir voginn.

Á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt væri að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýttist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. „Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert