Atvinnuleysi á Íslandi eykst

Árstíðarsveiflur í byggingariðnaði hafa m.a. valdið því að atvinnuleysi útlendinga …
Árstíðarsveiflur í byggingariðnaði hafa m.a. valdið því að atvinnuleysi útlendinga á Íslandi er afar mikið núna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá desembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á atvinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,4%.

Þetta kemur fram í vinnumarkaðsgreiningu Vinnumálastofnunar. Þá er gert ráð fyrir að skráð atvinnuleysi muni aukast lítils háttar í febrúar og gæti náð allt að 3,2%. „Það hefur almennt verið að hægjast á hagkerfinu. Það er stöðnun í ferðaþjónustu og árstíðarsveifla að hluta til í byggingariðnaði og ferðaþjónustu sem hefur áhrif,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann segir að uppsagnir tengdar ferðaþjónustu, einkum á Suðurnesjum, og samdráttur hjá WOW air geti verið tímabundnar skýringar á aukningunni.

35% erlendir ríkisborgarar

Árstíðarsveiflur í byggingariðnaði hafa m.a. valdið því að atvinnuleysi útlendinga á Íslandi er afar mikið núna. Alls voru 2.080 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok janúar eða um 35% allra atvinnulausra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert